top of page

LEIKIR OG AÐFERÐIR

TIL ÞESS AÐ NÝTA STYRKLEIKAKORTIN

Verkefni 1:

Fimm einstaklingar vinna með einn pakka af styrkleikakortum. Hver og einn velur sér þjú kort (þrjá styrkleika) og útskýrir hversvegna hann eða hún valdi einmitt þessa styrkleika. 

Allir velja síðan tvö kort fyrir hina í hópnum og útskýra hvers vegna þau kort voru valin. 

Allir uppgötva í þessu ferli alveg nýjar hliðar á sjálfum sér og öðrum.

 

 

Verkefni 2: 

Skoðaðu styrkleikakortin og reyndu að átta þig á hvaða styrkleika þú notar og hvernig þú notar þá í ólíkum aðstæðum í lífinu.

Áhrifaríkast er að vinna þetta verkefni með öðrum og eiga samræður  um hversu líklegt er að hinir fjölbreytilegustu styrkleikar nýtist í leik og starfi.

 

Verkefni 3: 

Fáðu nokka vini, einhverja úr fjölskyldunni, samstarfsfélaga og/eða viðskiptavini sem þú treystir  og tekur mark á til fara í gegnum styrkleikakortin og velja þau kort sem lýsa styrkleikum þínum best.

 

 

Verkefni 4: 

Veldu 5-8 styrkleika sem þú telur forsendu þess að takast á við ákveðin verkefni eða áskoranir. Skoðaðu vel hvern styrkleika og sjáðu fyrir þér jákvæða útkomu.

 

Verkefni 5: 

Kortunum er dreift á borð og allir velja eitt kort. Rætt er um hvert og eitt kort um merkingu hvers styrkleika fyrir sig.

Haða merkingu hefur hver og einn styrkleiki fyrir þá sem taka þátt?

Það er skemmtileg viðbót að benda á þá í hópnum sem hafa þann styrkleika sem verið er að fjalla um og nefna dæmi um hvernig þeir einstaklingar hafa sýnt styrkleikana í orðum eða gjörðum

 

 

Verkefni 6:​

Nöfn allra í hópnum sem vinna að þessu verkefni eru sett í pott. Tveir og tveir vinna saman  og hvert par dregur tvö nöfn úr pottinum (það mega ekki vera nöfn þeirra sem eru að draga).

Parið sem dregur nöfnin hverju sinni velur síðan 5 kort sem lýsa styrkleikum þeirra einstaklinga sem dregin voru úr pottinum. 

Verkefnið má annaðhvort vinna þannig að nöfn þeirra sem dregin voru úr pottinum eru upplýst strax – eða þau eru ekki upplýst og hinir sem taka þátt eiga að giska á hverjum verið er að lýsa.

 

Verkefni 7​:

Tveir og tveir vinna saman í þessu verkefni.  Hvor aðili um sig velur 5 styrkleika fyrir sig úr bunkanum og útskýrir hvers vegna hann valdi einmitt þá styrkleikana og segir frá því hvernig hann nýtti sína styrkleika síðast og í hvaða aðstæðum.

 

 

Verkefni 8:

Veljið eitt styrkileikakort á dag af handahófi og hafið þann styrkleika í huga allan daginn og reynið að átta ykkur á því hvernig viðkomandi styrkleiki nýtist í verkefnum og uppákomum dagsins

 

bottom of page